Framfylgdarverkefni

Landsskipulagsstefna felur í sér ýmis verkefni til að stuðla að framfylgd stefnunnar. Af þeim verkefnum sem tilgreind eru í landsskipulagsstefnu hefur umhverfis- og auðlindaráðherra sérstaklega beint til Skipulagsstofnunar, í samvinnu við aðrar stofnanir og sveitarfélög að hefja vinnu við tiltekin verkefni.  

Skipulag á miðhálendi Íslands

Kortlagning víðerna

Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun hafi forgöngu um að reglulega liggi fyrir uppfærð kort af umfangi og þróun víðerna á miðhálendinu. Í því felst að ákveða viðmið fyrir mat á umfangi víðerna út frá skipulagssjónarmiðum og að hafa kort sem uppfærð eru reglulega um umfang víðerna aðgengileg fyrir skipulagsvinnu sveitarfélaga og annarra aðila.

Staða: Í vinnslu


Forsenduskjöl og rannsóknarskýrslur

Kortlagning víðerna á miðhálendi Íslands: Tillögur að nýrri aðferðafræði


Kortlagning mannvirkja og þjónustu á hálendinu

Skipulagsstofnun í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög á hálendinu hafi forgöngu um skráningu mannvirkja og þjónustu á hálendinu.  Kortlagningunni er ætlað að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi mannvirki, húsakost og framboð þjónustu á hálendinu sem mun nýtast við næstu endurskoðun landsskipulagsstefnu. Kortlagningin mun einnig nýtast við vinnslu annarra framfylgdarverkefna landsskipulagsstefnu, svo sem greiningu víðerna, mat á þörf fyrir uppbyggingu ferðaþjónustumannvirkja og nánari stefnumótun um vegakerfi miðhálendisins. 

Staða: Lokið

Forsenduskjöl og rannsóknarskýrslur

Mannvirki á miðhálendinu

Kortasjá ferðaþjónustumannvirkja á miðhálendinu

Mat á þörf fyrir uppbyggingu ferðaþjónustumannvirkja

Skipulagsstofnun, í samvinnu við Ferðamálastofu, Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög á hálendinu, safni upplýsingum um þörf fyrir breyttar áherslur í mannvirkjagerð fyrir næstu endurskoðun landsskipulagsstefnu, m.a. með hliðsjón af ferðamálastefnu og staðbundinni greiningu og stefnumótun á einstökum svæðum innan miðhálendisins. Haft verði samráð við hlutaðeigandi stofnanir og hagsmunaaðila.

Staða: Ekki hafið

Skipulag í dreifbýli

Flokkun landbúnaðarlands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í samstarfi við Skipulagsstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og Bændasamtök Íslands, standi fyrir gerð leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands til nota við skipulagsgerð og aðra stefnumótun um landnýtingu.

Staða: Í undurbúningi

Skipulag vindorkunýtingar

Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsmálum hér á landi sem kallar á þekkingaröflun og þekkingarmiðlun um skipulagslega nálgun og umhverfisáhrif. Því er í landsskipulagsstefnu gert ráð fyrir að Skipulagsstofnun standi fyrir fræðslu og miðlun upplýsinga um það efni í samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir.

Staða: Í vinnslu


Leiðbeiningar

Um skipulag og vindorkunýtingu

Búsetumynstur og dreifing byggðar

Upplýsingar um húsnæðismál

Þjóðskrá Íslands, í samstarfi við Skipulagsstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, vinni að úrbótum í skráningu, miðlun og greiningu upplýsinga um húsnæðismál með tilliti til skipulagsákvarðana.

Staða: Ekki hafið