Fréttir


  • Auglýsing fyrir 80 ára afmæli skipulagsstofnunar

2.11.2018

±80 Mannlíf og bæjarrými, fortíð og framtíð

Málþing í tilefni af 80 ára afmæli Skipulagsstofnunar, Nauthóli 13. nóvember kl. 8.30-11.00.

Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun embættis skipulagsstjóra ríkisins, síðar Skipulagsstofnun, stendur stofnunin fyrir afmælismálþingi þann 13. nóvember næstkomandi.

Áherslur, viðfangsefni og aðferðir í skipulagsgerð hafi breyst mikið á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun embættisins. Á þessum tímamótum horfum við til baka yfir þróun skipulagsmála hér á landi frá fyrrihluta síðustu aldar. Jafnframt horfum við til framtíðar og veltum fyrir okkur þeim áskorunum sem fram undan eru í skipulagsmálum. Ein  helsta áskorunin á næstu áratugum, fyrir utan loftslagsbreytingar, felst sennilega í tæknibreytingum í samgöngum og verslun sem munu fyrirsjáanlega hafa mikil áhrif á skipulag byggðar og mannlíf í borgum og bæjum.

Á málþinginu verða flutt tvö erindi sem annars vegar horfa yfir skipulagssöguna hérlendis til þessa og hins vegar til alþjóðlegra áskorana í skipulagsmálum til  framtíðar.

Frekari upplýsingar um dagskrá og skráning á málþingið.

 

Dagskrá

Húsið opnar kl. 8:30 með kaffi og morgunhressingu.

Fundurinn hefst kl. 9.00 með ávarpi forstjóra Skipulagsstofnunar, Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur.

Erindi flytja:

  • Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur. Bæjarskipulag og mótun hins byggða umhverfis á Íslandi á 20. öldinni.
  • Nico Larco, associate professor University of Oregon.   Urbanism Next: The Impacts of Emerging Technology on Cities.

Að loknum erindum gefst góður tími fyrir fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri: Sigríður Björk Jónsdóttir

Fundinum verður streymt.