Fréttir


23.2.2010

Skipulagsvefsjá

Skipulagsstofnun hefur opnað svokallaða Skipulagsvefsjá sem er rafrænt gagnasafn skipulagsáætlana sem varðveittar eru hjá stofnuninni.
 Með tímanum verður hægt að nálgast þar allt deili- og aðalskipulag sem samþykkt og staðfest hefur verið samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 og stofnunin hefur fengið til varðveislu. Í nokkrum tilfellum er einnig hægt að nálgast skipulagsáætlanir samkvæmt eldri lögum. Nánari leiðbeiningar eru að finna í Skipulagsvefsjánni.

Aðeins er gert ráð fyrir að birta í Skipulagsvefsjánni skipulagsáætlanir sem sannanlega hafa öðlast gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsstofnun setur þó fyrirvara um að allar skipulagsáætlanir frá tímabilinu 1997 - 2005 og sem nú eru í Skipulagsvefsjánni, hafi öðlast gildi. Unnið er að því að fá upplýst um gildistöku skipulagsáætlana þar sem vafi leikur á um slíkt.

Stefnt er að því lokið verði við að færa allar gildandi skipulagsáætlanir frá 1997 sem nú eru í skipulagssafni stofnunarinnar, inn í Skipulagsvefsjána fyrir árslok 2010. Á meðan eru notendur vinsamlegast beðnir um að sýna biðlund.

Vinsamlegast sendið athugasemdir og ábendingar um það sem betur má fara í Skipulagsvefsjánni á netfangið skipulag@skipulag.is, merkt "Skipulagsvefsjá" í efnislínu.