Fréttir


13.9.2010

Ný skipulagslög samþykkt á Alþingi

Frumvarp umhverfisráðherra til nýrra skipulagslaga hefur verið samþykkt. Lögin kveða á um fjölda nýmæla en markmið þeirra er að auka skilvirkni, sveigjanleika og gæði við gerð skipulags. Lögin gera ráð fyrir aukinni þátttöku almennings við gerð skipulagsáætlana og í þeim er kveðið á um landsskipulagsstefnu þar sem stjórnvöld móta heildstæða sýn í skipulagsmálum. 


Sjá frétt á heimasíðu umhverfisráðuneytisins