Fréttir


  • stofnun_arsins_2012

14.5.2012

Skipulagsstofnun meðal fyrirmyndarstofnana ársins 2012

Niðurstöður könnunarinnar um Stofnun ársins voru kynntar við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica 11. maí.  Í ár er það Sérstakur saksóknari sem er Stofnun ársins í flokki stórra stofnana (50 starfsmenn og fleiri) annað árið í röð, með einkunnina 4,4. Landmælingar Íslands eru Stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) með einkunnina 4,5 og Persstofnun_arsins_2012ónuvernd í flokki lítilla stofnana (20 starfsmenn eða færri) með einkunnina 4,0. Hástökkvarinn í ár er Sýslumaðurinn í Borgarnesi, sem hækkaði úr raðeinkunn 30 í 96 eða um 66 sæti.

Fyrirmyndarstofnanir ársins 2012 eru; Umferðarstofa, Ríkisskattstjóri, Fríhöfnin, Matís, Skipulagsstofnun, Skattrannsóknarstjóri ríkisins, Sýslumaðurinn á Siglufirði og Blindrabókasafn Íslands. Ítarlegar niðurstöður könnunarinnar má lesa hér.

Skipulagsstofnun var í 2. sæti meðalstórra stofnana á eftir Landmælingum Íslands.