Fréttir


3.8.2012

Dagskrá samráðsfundar 17. ágúst 2012

Samráðsfundur um drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024

Skipulagsstofnun heldur samráðsfund 17. ágúst næstkomandi að Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðahótelinu) þar sem fjallað verður um drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna komu sína í netfangið einar@skipulagsstofnun.is í síðasta lagi daginn fyrir fund. Dagskráin ber keim af „opnu húsi“ en markmiðið er að sem flestir hafi möguleika á að líta við og kynna sér málið og eftir atvikum taka þátt í umræðum. Reiknað er með því að kynning á drögum verði send út á netinu.

Dagskráin er eftirfarandi:

10.00 – 12.00. Opið hús. Veggspjöld og önnur gögn liggja frammi og starfsmenn Skipulagsstofnunar veita upplýsingar á staðnum.

13.00 – 14.30. Kynning. Drög að stefnu um miðhálendið, búsetumynstur og skipulag haf- og strandsvæða verða kynnt ásamt umhverfisskýrslu.

14.45 – 16.00. Hringborðsumræður. Fundarmenn geta valið að taka þátt í umræðum um miðhálendið, búsetumynstur eða skipulag haf- og strandsvæða.