Fréttir


21.2.2013

Norrænt landslagsmálþing 2012– skýrsla komin út

Út er komin, í rafrænu formi, skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem lokaþáttur málþings um landslagsmál sem Skipulagsstofnun sá um undirbúning á og haldið var á Selfossi í júní 2012. Í skýrslunni er m.a.  ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, þar sem hún tilkynnti að Íslendingar hygðust undirrita Evrópska landslagssáttmálann. Ennfremur má finna í skýrslunni erindi um innleiðingar og stöðu sáttmálans á Norðurlöndum auk úrdrátta 16 erinda þar sem lögð er áhersla á landslag við skipulagsgerð í sveitarfélögum og í tengslum við orkuvinnslu, einkum vindorku og jarðhitanýtingu.
 
Hér má nálgast skýrsluna "Landskap í kommuneplanering. Det nya energylandskapet" TemaNord 2013:510