Fréttir


  • npm fundur á íslandi 2013

23.8.2013

Ársfundur norrænna skipulagsyfirvalda á Íslandi

Í dag og í gær hafa fulltrúar skipulagsyfirvalda á Norðurlöndum setið saman á fundi á Hótel Hamri í Borgarfirði í boði Skipulagsstofnunar. Ársfundir norrænna skipulagsyfirvalda eiga sér yfir fjögurra áratuga sögu, en fimmta hvert ár er fundurinn haldinn hér á landi.

Á fundinum eru kynntar ársskýrslur frá hverju landi um það helsta á sviði skipulagsmála á liðnu ári. Sérstakt þema fundarins að þessu sinni er síðan landsskipulag, auk þess sem til umræðu eru ýmis samstarfsverkefni norrænna skipulagsyfirvalda sem m.a. fjalla um hafskipulag, sjálfbært skipulag og landslagsmál í skipulagi.
 

Að loknum fundi í gær var haldið í Landnámssetrið í Borgarnesi þar sem fulltrúar Borgarbyggðar tóku á móti hópnum og fræddu um Borgarbyggð og það sem efst er á baugi í skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Góðum vinnudegi lauk síðan í kvöldverði sem Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra bauð til í Landnámssetrinu.