Fréttir


3.1.2014

Hvernig getur þú haft áhrif?

Skipulagsstofnun hefur gefið út bæklinginn, Skipulag byggðar og mótun umhverfis - Hvernig getur þú haft áhrif?

Ákvarðanir um skipulag byggðar og fyrirkomulag framkvæmda varða okkur öll. Þessvegna er mikilvægt að almenningur þekki skipulagskerfið og rétt sinn til þátttöku. Í þessum nýja bæklingi er að finna almennar upplýsingar um skipulagsgerð sveitarfélaga og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og skýrt hvenær og hvernig almenningur getur komið að málum.


Bæklingnum verður dreift til sveitarfélaga og á stærstu bókasöfn landsins auk þess sem hann er aðgengilegur rafrænt á vef Skipulagsstofnunar. Þeim sem hafa áhuga á að fá upplag af bæklingnum til dreifingar er bent á að hafa samband við Grímu Eik Káradóttur (grimaeik@skipulagsstofnun.is).