Fréttir


24.2.2014

Skýrsla um skipulag haf- og strandsvæða komin út

Löggjöf, lykilhugtök og stjórntæki

Skipulagsstofnun hefur gefið út skýrslu um skipulag haf- og strandsvæða sem var unnin að beiðni umhverfis- og auðlindarráðuneytis. Skýrslan er liður í undirbúningi ráðuneytisins fyrir vinnu við lagafrumvarp um skipulag haf- og strandsvæða. Í skýrslunni er fjallað um tvö stjórntæki sem hafa verið notuð við skipulag haf- og strandsvæða í Evrópu, hafskipulag (e. marine spatial planning) og strandsvæðastjórnun (e. coastal zone management). Skoðað er hvernig þau hafa verið útfærð í Evrópusambandinu, Skotlandi og Svíþjóð með tilliti til landfræðilegrar afmörkunar og ábyrgðar á skipulagsgerðinni. Í Skotlandi hafa verið samþykkt lög um skipulag á haf- og strandsvæðum en í Svíþjóð og Evrópusambandinu er unnið að löggjöf um málið. Í lok skýrslunnar er framangreint sett í samhengi við íslenskar aðstæður og reifað hvernig útfærsla annarra ríkja gæti hentað hér á landi.

Skipulag haf- og strandsvæða

Skipulag haf- og strandsvæða

(pdf útgáfa)