Fréttir


10.10.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna Búðardals

Skipulagsstofnun staðfesti, 4. október 2019, breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. september 2018.

Í breytingunni felst að íbúðarsvæði B í Búðardal stækkar um 1 ha og minnkar landbúnaðarsvæði sem því nemur. Íbúðarsvæði við Borgarbraut stækkar um 0,35 ha og minnkar opið svæði til sérstakra nota sem því nemur. Þá er svæði fyrir verslun og þjónustu við Vesturbraut stækkað um 1,6 ha en við það minnkar landbúnaðarsvæði og opið svæði til sérstakra nota.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.