Fréttir


6.4.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Egilsstaðaflugvöllur

Skipulagsstofnun staðfesti þann 6. apríl 2017 breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. mars 2017.

Í breytingunni felst að athafna- og þjónustusvæði við Egilsstaðaflugvöll (A6/T8) stækkar úr 14,7 ha í 23,1 ha. Landbúnaðarsvæði minnkar sem nemur stækkuninni og einnig falla niður brunnsvæði og grannsvæði vatnsverndar (G1 og G2) ásamt stofnæðum vatnsveitu.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.

Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.