Fréttir


5.9.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breyttrar landnotkunar í landi Uppsala-Hleina

Skipulagsstofnun staðfesti þann 1. september 2017 breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 26. júní 2017.

Í breytingunni felst að 3,4 ha af svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarbyggð (B15), er breytt í landbúnaðarland og íbúðarsvæði (B15) minnkað sem því nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi.