Fréttir


20.9.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi, Egilsstaðir 1

Skipulagsstofnun staðfesti þann 25. ágúst 2016 breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi, sem samþykkt var í sveitarstjórn Flóahrepps 10. ágúst 2016.
Í breytingunni felst að 15 ha frístundasvæði (F8) í landi Egilsstaða 1 minnkar þar sem um 10 ha þess er breytt í landbúnaðarsvæði. Stofna á lögbýlið Lynghæð á svæðinu. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.