Fréttir


  • Landnotkun í Garðabæ

18.5.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna Kauptúns

Skipulagsstofnun staðfesti þann 20. apríl 2016 breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. apríl 2016.

Í breytingunni felst að svæði verslunarkjarna í Kauptúni stækkar til austurs um 1,2 ha á kostnað íbúðasvæðis í Urriðaholti. Heildabyggingarmagn er aukið úr 61.200 m² í 80.000 m². Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar .