Fréttir


9.11.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna Ásvallabrautar

Skipulagsstofnun staðfesti 17. október 2018 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. ágúst 2018.

Breytingin felst í því að fella burt aðra af tveimur tengibrautum á milli Skarðshlíðar og Kaldárselsvegar og eftir verður Ásvallabraut, sem mun tengjast Kaldárselsvegi og Elliðavatnsvegi með hringtorgi. Þá er legu Kaldárselsvegar lítillega breytt sem og tengingu hans við íbúðarsvæðið í Mosahlíð.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin öðlaðist gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 31. október sl. og er hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.