Fréttir


  • Breyting á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar

18.3.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar, NLFÍ

Skipulagsstofnun staðfesti þann 2. mars 2016 breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 20015-2017 sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. febrúar 2016. Breytingin nær til um 15 ha reits (Í11/Þ6) sem er kenndur við NLFÍ. Í stað blandaðrar landnotkunar er reitnum skipt upp í íbúðarsvæði, svæði fyrir þjónustustofnanir og svæði fyrir verslun og þjónustu þar sem heilsutengd hótelstarfsemi er fyrirhuguð. 

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.