Fréttir


22.6.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps vegna Efri-Víkur

Skipulagsstofnun staðfesti þann 15. júní 2017 breytingu á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. apríl 2017.

Breytingin felst í því að markað er nýtt íbúðarsvæði, ÍB-1, opið svæði til sérstakra nota Ú1 er fellt niður og afmörkun frístundasvæðis F5 er breytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.

Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.