Fréttir


25.6.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Blöndulínu 3, virkjanakosta á hálendi, Sauðárkrókslínu 2 og fleiri breytinga

Skipulagsstofnun staðfesti, 19. júní 2019, breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem samþykkt var í sveitarstjórn 24. apríl 2019.

Breytingin tekur til Blöndulínu 3 og framkvæmda sem tengjast henni, frestunar á skipulagsákvörðunum um virkjanakosti á hálendinu, Sauðárkrókslínu 2 (jarðstrengur), niðurfellingar sorpurðunarsvæðis auk fleiri breytinga.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.