Fréttir


19.9.2019

Staðfesting á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna íbúðarbyggðar og færslu vegar í efsta hluta Borgarlands

Skipulagsstofnun staðfesti 18. september 2019 breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. júní 2019.

Í breytingunni felst að íbúðarsvæði sunnan Borgarlands er stækkað um 0,1 ha auk þess sem vegtenging milli Borgarlands og Víkurlands er færð til austurs.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.