Fréttir


  • Hjólabrú

1.11.2017

Styrkir úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar 2017

Úthlutað hefur verið úr Rannsóknar- og þróunarsjóði en árlega er veitt úr sjóðnum. Auglýst var eftir umsóknum 16. maí og frestur til að skila inn umsóknum var til 1. september síðastliðinn. Alls bárust 15 umsóknir um styrki úr sjóðnum með ósk um samtals tæplegar 39 milljónir en í ár hafði sjóðurinn 7,5 milljónir króna til ráðstöfunar. Til grundvallar mati á umsóknum voru þau viðmið sem kynnt voru þegar auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn. Auk þess var lagt mat á hefðbundna þætti rannsóknarumsókna, s.s. þekkingu og reynslu umsækjanda, markmið verkefnis, aðferðir og raunhæfni verk- og kostnaðaráætlunar og væntanlegs afraksturs. Þá var horft til þess hvort um var að ræða þróunarverkefni og rannsóknir á sviði skipulagsmála sem nýtast sveitarfélögum við gerð skipulagsáætlana.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk:

  • Aðkoma ungmenna að skipulagsmálum er varða umhverfið.
  • Almenningssamgöngur á landsvísu –hvaða þættir skipta máli, núverandi staða og þróunarmöguleikar.
  • Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öld - Skipulagssaga Íslands.
  • Quest for sustainable Reykjavik Capital Region: lifestyles, attitudes, transport habits, well-being and climate impact of young adults (SuReCaRe).
  • Sjálfbær byggð í dreifbýli - flokkun landbúnaðarlands í átt að sjálfbæru matvælakerfi.

 

 

Lýsingu á verkefnunum.

Gert er ráð fyrir að lokaskýrslur rannsóknarverkefnanna verði birtar á vef Skipulagsstofnunar.