Fréttir


  • Vinningstillaga NBC

3.11.2016

Úrslit í Nordic Built Cities samkeppninni

Úrslit í Nordic Built Cities samkeppninni voru kynnt í dag. Allar lokatillögur í keppninni verðskulda athygli, en þær þrjár sem hlutu norrænu verðlaunasætin í dag eru þar ekki síst áhugaverðar. Í fyrsta sæti er afar hugvitsamlega unnin tillaga að endurgerð almenningsgarðs og götu á Nørrebro í Kaupmannahöfn með sjálfbærum ofanvatnslausnum, þar sem allt smellur saman – samfélag, tækni, náttúra og fagurfræði. Í öðru sæti  er að sama skapi áhugaverð lausn á endurskipulagi iðnaðarsvæðis í úthverfi Helsinki-svæðisins í sjálfbært borgarhverfi. Og í þriðja sæti sjálfbær fjölbýlishús með nýju sniði og skýrri staðbundinni skírskotun í Rúnavík í Færeyjum. 

Án vafa er þarna að finna nálgun og lausnir sem læra má af og yfirfæra yfir á ýmis skipulagsverkefni hér heima hjá okkur. Nánari umfjöllun um verkefnin má nálgast á síðu Nordic Built Cities.  

Einnig minnum við á, að á fyrri stigum Nordic Built Cities verkefnisins fóru fram skipulagssamkeppnir í hverju landi og þá var það tillagan Spot on Kársnes sem vann hug dómnefndar um skipulag Kársness í Kópavogi. Upplýsingar um þá tillögu má nálgast hér