Mál í kynningu


5.10.2017

Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

  • Berufjörður

Kynningartími stendur til 17. nóvember 2017

Fiskeldi Austfjarða hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar í Djúpavogshreppi og Fjarðabyggð.

Frummatsskýrslan liggur frammi til kynningar á eftirtöldum stöðum: Bókasafni Djúpavogs, Bókasafni Fjarðabyggðar á Fáskrúðsfirði, bæjarskrifstofu Djúpavogshrepps, bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni. 

Frummatsskýrslan er einnig aðgengileg hér.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. nóvember 2017 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Kynningarfundur verður haldinn þann 19. október kl. 15:00 á Hótel Framtíð á Djúpavogi.