Mál í kynningu


1.3.2016

Brúarvirkjun, allt að 9,9 MW rennslisvirkjun í Tungufljóti, Bláskógabyggð

Mat á umhverfisáhrifum - Athugun Skipulagsstofnunar

  • Tungufljót

Kynningartími stendur frá 1. mars til 12. apríl 2016.

HS Orka hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Allir geta lagt kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Frummatsskýrslan og viðaukar eru aðgengileg á vef Mannvits og á skrifstofu Bláskógabyggðar, Reykholti, skrifstofu skipulags -og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu, hjá Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 12. apríl 2016 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is