Mál í kynningu


9.4.2018

Efnistaka í Stapafelli og Súlum á Reykjanesi

Mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáætlun

Kynningartími er til 25. apríl 2018

Íslenskir aðalverktakar hafa lagt fram tillögu að matsáætlun vegna efnistöku í Stapafelli og Súlum á Reykjanesi. Öllum er heimilt að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna. En athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 25. apríl 2018.
Tillögu að matsáætlun má skoða hér.
Skipulagsstofnun hefur leitað umsagna hjá eftirtöldum aðilum: Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar, Umhverfisnefnd Grindavíkur og Umhverfisstofnun. 

Athugasemdir má senda á netfangið skipulag@skipulag.is.