Mál í kynningu


1.9.2014

Auglýsing um tillögur breytinga Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er varða landnotkun við Grundartanga og stefnumörkun fyrir iðnaðarsvæði

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 12. ágúst sl. að auglýsa tillögur að breytingum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Um er að ræða tvær tillögur, annars vegar breytingu landnotkunar við Grundartanga ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, og hins vegar breytingu stefnumörkunar iðnaðarsvæða. Breyting landnotkunar varðar stækkun iðnaðarsvæðis um 52,4 ha og minnkun athafnasvæðis um 85,8 ha og minnkun hafnarsvæðis um 6,7 ha við Grundartanga. Tillögunni fylgir einnig umhverfisskýrsla.

Breyting stefnumörkunar iðnaðarsvæða varðar í meginatriðum að bestri fáanlegri tækni, sem uppfyllir BAT staðal, skal ávallt beitt til að draga úr mengun frá iðnaðarsvæðum og ekki verði heimilt að hefja nýja starfsemi sem hefur í för með sér losun flúors eða brennisteinstvíoxíðs á iðnaðarsvæðum við Grundartanga.

Tillögur breytinga aðalskipulags liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Akranesi. Tillögur má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, http://www.hvalfjardarsveit.is/skipulag/auglysingar/ frá 29. ágúst til og með 3. október 2014.

Athugasemdir við tillögur breytinga aðalskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 3. október 2014 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.

 

Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðasveitar.