Mál í kynningu


21.4.2010

Efnistaka við Stóru-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Að áliti Skipulagsstofnunar eru helstu neikvæðu áhrif efnistöku við Stóru-Fellsöxl sjónræns eðlis.

Þó efnistakan hafi í för með sér varanlegar breytingar á landslagi svæðis í nágrenni við fjölfarinn þjóðveg þá verða áhrifin staðbundin á tiltölulega umfangslitlu svæði. Á þetta við hvort sem gert er ráð fyrir efnistöku á núverandi efnistökusvæði og fullnýtingu þess skv. valkosti 1 eða stækkun efnistökusvæðisins skv. valkostum 2 og 3. Skipulagsstofnun telur jafnframt þau áform framkvæmdaraðila að ganga frá svæðinu í áföngum eftir því sem efnistökunni vindur fram vera til þess fallin að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Engu að síður verða sjónræn áhrif framkvæmdanna og áhrif þeirra á landslag neikvæð þann tíma sem efnistaka stendur yfir.

Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu Hvalfjarðarsveitar má sjá hér.