Mál í kynningu


17.3.2010

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Aðalskipulagstillagan tekur til alls lands innan sveitarfélagamarka og er birt á uppdráttum og í greinargerð. Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum gögnum eru til sýnis frá 17. mars til og með 27. apríl n.k. á eftirfarandi stöðum:
Skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu.
Skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík.
Öll ofangreind gögn má ennfremur nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins: www.rangarthingytra.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdafrestur er til kl 16.00, þriðjudaginn 27. apríl 2010. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa að Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

F. h. hreppsnefndar Rangárþings ytra.
Hvolsvelli, 17. mars 2010.
Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings bs.