Mál í kynningu


25.2.2010

Auglýsing um skipulag - Akureyrarkaupstaður

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar 2. febrúar 2010:
Tillögu um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar - austurhluta ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að breytingum á mörkum þriggja gildandi deiliskipulagsáætlana í miðbænum.
Auglýst er að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar - austurhluta, skv. 1. mgr. 25. gr. og sbr. málsmeðferð 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og umhverfisskýrsla, skv. 1. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Skipulagssvæðið afmarkast að sunnan af Kaupvangsstræti, að norðan af Strandgötu, að vestan af Hafnarstræti og að austan af ströndinni og lóð Hofs. Sett er fram stefna um einkenni byggðar, landnotkun, samgöngur, tengsl við sjóinn og mótun gatna, gönguleiðir og torgsvæði. Gert er ráð fyrir byggingum á bílastæðum milli Skipagötu og Glerárgötu, fjölgun íbúða og atvinnuhúsnæðis. Bílastæðum verður komið fyrir í bílakjöllurum. Tengsl miðbæjarins og Pollsins eru endurvakin með síki sem liggja mun þvert á helstu miðbæjargötur og myndað meðfram því almenningsrými sem liggur frá sjó og að Hafnarstræti.
Samhliða er auglýst, sbr. fyrrgreindar málsgreinar skipulags- og byggingarlaga, tillaga að breytingum á mörkum þriggja gildandi deiliskipulagsáætlana í miðbænum, sem eru:

Torfunef - Strandgata, samþykkt 8. nóvember 2005.
Miðbær Akureyrar. Deiliskipulag norðurhluta, samþykkt 17. september 1996.
Akureyri, deiliskipulag miðbæjar, samþykkt 6. maí 1981.

Tillögurnar, uppdrættir ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu, liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 5. febrúar til 31. mars 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér ofangreint og gert við það athugasemdir. Sömu gögn eru einnig birt á heimasíðunni:www.akureyri.is/midbaer.

Frestur til að senda inn athugasemdir er lengdur frá áður birtri auglýsingu, til 31. mars 2010.
Athugasemdum við ofangreind skipulagsgögn og umhverfisskýrslu, má skila á tvennan hátt:
Skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Í tölvupósti á póstfangið annabraga@akureyri.is Nauðsynlegt er að nafn, kennitala og heimilisfang sendanda komi fram í tölvupóstinum til að athugasemdir verði teknar gildar.

Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
17. febrúar 2010.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.