Mál í kynningu


28.6.2010

Auglýsing um skipulagsmál - Hafnarfjarðarkaupstaður

Tillaga að aðalskipulagi fyrir suðvesturlínur í Hafnarfirði.

Leiðrétting hvað varðar auglýsingatíma.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2010, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 fyrir suðvesturlínur í Hafnarfirði ásamt umhverfisskýrslu , sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Aðalskipulagsbreytingin felst í eftirfarandi atriðum:

• Bætt verður við tveimur 400 kV loftlínum við línustæði núverandi Búrfellslínu 3b.
• Hamraneslínur 1 og 2, sem eru 220 kV loftlínur verða lagðar af þegar ný lína hefur verið reist frá Sandskeiði í Hafnarfjörð, í stað þess að vera lagðar í jarðstrengi eins og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir.
• Byggt verður nýtt tengivirki í Hrauntungum, vægi tengivirkis við Hamranes minnkað og allar loftlínur að því lagðar af, í stað þess að færa tengivirkið til suðurs eins og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir.
• Kolviðarhólslína 2 tengist Hamranesi í fyrstu en legu hennar frá Stórhöfða verður breytt og mun hún þá liggja um Hrauntungur og meðfram Suðurnesjalínu 2 að Njarðvíkurheiði.
• ÍSAL-línur 1 og 2, 220 kV, frá tengivirkinu við Hamranesi að álverinu í Straumsvík verða lagðar af. Í stað þess verða reistar tvær 220 kV loftlínur, ÍSAL-línur 3 og 4, 220 kV, frá nýja tengivirkinu í Hrauntungum að álverinu í Straumsvík. Samkomulag Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir þeim möguleika að þær verði síðar lagðar í jarðstrengi.
• Áður en nýja tengivirkið verður byggt 2017 verða reistar tvær loftlínur milli Hrauntungna og Hamraness vegna niðurrifs Hamraneslína 1 og 2. Þegar tengivirkið við Hrauntungur er risið verða þær rifnar á kaflanum frá Hraunhellu að Hamranesi, en hinn hluti þeirra nýtist sem hluti ÍSAL-lína 3 og 4.
• Þá verða lagðir tveir 132 kV jarðstrengir frá nýja tengivirkinu að tengivirkinu við Hamranes. Strengirnir verða meðfram fyrirhuguðu línustæði ÍSAL-lína 3 og 4 að Hraunhellu og þaðan meðfram núverandi línustæði Suðurnesjalínu 1 að tengivirkinu við Hamranes.
• Suðurnesjalína 1, sem er 132 kV lína, verður lögð af frá tengivirkinu við Hamranes að sveitarfélagsmörkum við Sveitarfélagið Voga, en ekki lögð í jarðstreng að sveitarfélagsmörkum við Voga eins og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir.
• Í stað þess verður reist ein 220 kV loftlína, Suðurnesjalína 2 frá nýja tengivirkinu í Hrauntungum yfir í núverandi legu Suðurnesjalínu 1 við sveitafélagsmörkin. Jafnframt mun Kolviðarhólslína 2 liggja samsíða henni.

Breytingin er gerð með fyrirvara um framkvæmdir sem kunna að falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum (nr. 106 25. maí 2000) og álit liggur ekki fyrir um.
Það leiðréttist hér með að aðalskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, frá 16. júní 2010 til 14. júlí 2010, en ekki til 11. júlí eins og sagt var í fyrri auglýsingu. Einnig verður tillagan ásamt umhverfisskýrslu til sýnis hjá Skipulagsstofnun á sama tíma. Hægt er að skoða aðalskipulagstillöguna á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar, eigi síðar en 28. júlí 2010, en ekki 25. júlí eins og sagt var í fyrri auglýsingu. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar teljast samþykkir þeim.

Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar.
Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs.