Mál í kynningu


27.8.2010

Auglýsing um skipulag - Akrahreppur

Auglýsing um aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022

Hreppsnefnd Akrahrepps auglýsir hér með tillögu að nýju aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 ásamt umhverfisskýrslu. Aðalskipulagstillagan nær til alls lands innan marka hreppsins.

Tillagan, greinargerð og uppdrættir ásamt umhverfisskýrslu, er auglýst samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar frá 27. júlí 2010, verður til sýnis í hjá oddvitanum heima á Miklabæ og hjá byggingarfulltrúa Akrahrepps í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, á venjubundnum opnunartíma frá þriðjudeginum 24. águst 2010 til og með þriðjudagsins 21. september 2010. Jafnframt er tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á vefsíðu Teiknistofu PZ ehf. á www.teiknistofa.is, undir „Gagnabanki".

Þeir sem vilja gera athugasemd við tillöguna skulu gera það skriflega í síðasta lagi fyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 5. október 2010. Athugasemdum skal skilað til oddvitans í Akrahreppi, Miklabæ, 560 Varmahlíð eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is.

Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögu þessa innan tilskilins frests telst samþykkur henni.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Akrahrepps