Mál í kynningu


11.10.2010

Auglýsing um skipulag - Sveitarfélagið Garður

Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi við iðnaðarlóð við Berghóla:

Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Berghóla vegna flæðigryfju við Selvík.
Skipulagstillögurnar eru framsettar á aðalskipulagsuppdrætti, deiliskipulagsuppdrætti og sameiginlegri umhverfisskýrslu, greinagerðir eru á uppdráttum.
Breyting fellst m.a. í Flæðigryfju í Selvík fyrir förgun kerbrota og lögn fyrir yfirborðsvatn.

Skipulagstillöguranar ásamt umhverfisskýrslu og greinagerð verðar til sýnis á skrifstofu Garðs að Sunnubraut 4, virka daga kl 9.30-15.00 frá og með 7. október 2010 til 18. nóvember 2010.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. nóvember 2010. Ofangreind gögn má ennfremur nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.svgardur.is.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Garðs að Sunnubraut 4, Garði. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana.

 

Skipulagsfulltrúi.