Mál í kynningu


15.11.2010

Auglýsing um tillögu að niðurfellingu á Svæðisskipulagi Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu auglýsir skv. 1. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum tillögu að niðurfellingu á svæðisskipulagi Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016, með síðari breytingum.

Niðurfellingartillagan verður til sýnis á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga, frá og með 14. nóvember 2010 til 12. desember, þ.e. á á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd og skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum, 541 Blönduósi. Jafnframt er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Þau sveitarfélög sem málið varðar eru Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Húnavatnshreppur.

Tillagan verður einnig til sýnis á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blonduos.is, www.skagastrond.is og www.hunavatnshreppur.is. Kynningafundur var haldinn fimmtudaginn 11. nóvember 2010 á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við niðurfellingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út 27. desember 2010. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

 

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur Húnavatssýslu.