Mál í kynningu


9.12.2010

Auglýsing um tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030

Samkvæmt 21. gr. 1. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, samanber einnig 18. gr. sömu laga, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030.
Aðalskipulagsuppdrættir og greinargerð með umhverfisskýrslu munu liggja frammi í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi, frá og með 9. desember 2010 til og með 6. janúar 2011. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

Athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa, merkt endurskoðað aðalskipulag, Austurvegi 2, 800 Selfossi, fyrir 20. janúar 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.


Selfossi, 6.nóvember 2010
Bárður Guðmundsson
skipulags og byggingarfulltrúi Árborgar.