Mál í kynningu


28.10.2011

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014. Breyting á þéttbýlisuppdrætti, austan Norðurbrautar á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 6. október 2011 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Húnaþing vestra.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin er í fjórum liðum en gerð er breyting á kafla 3.21 um iðnaðarsvæði, 3.23 um opin svæði til sérstakra nota, kafla 3,17 um íbúðarsvæði og nýr kafli 3.29 um frístundabyggð. Breytingin verður auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið austan Norðurbrautar.
Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Húnaþings vestra og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 19. október til 30. nóvember 2011. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. nóvember 2011. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 eða á netfangið alla@hunathing.is merkt “aðalskipulag Húnaþing vestra”. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

Hvammstanga, 17. október 2011
Skúli Þórðarson sveitarstjóri