Mál í kynningu


18.10.2012

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á þéttbýlismörkum

 

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018.
Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk ofan byggðar á Akureyri, verða færð ofar þannig að meginhluti landnotkunarreita verði innan þeirra. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, hverfisverndarsvæði á Glerárdal og vatnsverndarsvæði verða utan þess.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 17. október til 28. nóvember 2012 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild, undir: Auglýstar tillögur.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 28. nóvember 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

17. október 2012.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.