Mál í kynningu


8.11.2012

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2003-2015, jarðstrengur

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2003-2015. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar lagningar 66kV jarðstrengs og ljósleiðara Landsnets hf. og 19 kV jarðstrengs á vegum RARIK milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Einnig verður 19 kV loftlína RARIK fjarlægð eftir að nýr strengur verður tekinn í notkun. Strengirnir eru tilkynningarskyldir í samræmi við lið 3.b. í 2. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að framkvæmdin er ekki matsskyld. Aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og er umhverfisskýrsla með aðalskipulagsbreytingunni.

Tillöguuppdráttur með greinargerð og umhverfisskýrslu mun liggja frammi á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar og hjá Skipulagsstofnun, frá 8. nóvember til 20. desember 2012 svo þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Snæfellsbæjar: http://www.snb.is/.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 fimmtudaginn 20. desember 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða með tölvupósti á netfang skipulags- og byggingarfulltrúa smari@snb.is, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

Smári Björnsson skipulagsfulltrúi Snæfellsbæjar.