Mál í kynningu


17.5.2013

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut og Súluveg

Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulagi á sama svæði

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 9. apríl og 7. maí 2013 samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur:

  • Tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér að nýir landnotkunarreitir eru afmarkaðir við gatnamót Miðhúsabrautar og Súluvegar fyrir athafna-, verslunar og þjónustusvæði. Breyting er gerð á tengingu Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis.
  • Tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið afmarkast af Glerá í vestri, Þingvallastrætis í norðri, íbúðarlóðum og lóð Mjólkursamsölunnar í suðaustri og Súluvegi í suðri. Svæðið nær suðurfyrir athafnasvæði Malar og sands. M.a. er gert ráð fyrir áfyllingastöð fyrir metangas á svæðinu, lega og útfærsla gatnamóta Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis breytist og skipulagsákvæði sett fyrir athafnasvæðið.

Tillögurnar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja þeim umhverfisskýrslur. Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 10. maí til 21. júní 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 21. júní 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.

10. maí 2013.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar