Mál í kynningu


27.1.2014

Auglýsing um skipulagsmál - Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi

Samkvæmt 1. mgr.  31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi

  1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, í Bláskógabyggð, á spildu úr landi Kjarnolts, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.  

    Lögð fram til kynningar breyting  á aðalskipulagi sem felst í að um 14 ha svæði úr landi Kjarnholts sem er í dag skilgreint sem frístundabyggð breytist í landbúnaðarsvæði. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á hluta svæðisins sem nýtt verður til hrossaræktar auk mögulegrar ferðaþjónustu í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Tillaga að breytingu gildandi deiliskipulags er auglýst samhliða.

  2. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Klausturhólaréttir. Frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis.

    Um er að ræða 21 ha svæði austan Búrfellsvegar í námunda við Klausturhólaréttir sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að svæðið verði skilgreint sem frístundabyggð til samræmis við landnotkun aðliggjandi svæðis. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

     

  3. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Öndverðarness. Frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota.

    Um er að ræða um 14 ha svæði í landi Öndverðarness, norð-vestan við Kambshverfið, sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að svæðið breytist í svæði fyrir frístundabyggð. Staðsetning svæðisins hefur breyst lítillega frá því tillagan var kynnt skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga, þ.e. það hefur færst til vesturs. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Að auki er hægt að nálgast  tillögurnarsjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.

Skipulagstillögurnar liggja frammi frá 23. janúar til 7. mars. Athugasemdir og ábendingar þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi  7. mars 2014.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi
petur@sudurland.is