Mál í kynningu


26.3.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Kröflulína 3

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Kröflulína 3, Fljótsdalshéraði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áform um Kröflulínu 3, 220 KV háspennulínu sem liggur samsíða Kröflulínu 2, frá Kröflu austur í Fljótsdal, eins og sýnt er á uppdrætti dags. 21. janúar 2014.

Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu er almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík frá og með fimmtudeginum 13. mars 2014 til og með föstudeginum 25. apríl 2014. Á sama tíma eru skipulagsgögnin til kynningar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, http//www.egilsstadir.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. apríl 2014. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.

 

Fljótsdalshéraði, 13. mars 2014
Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs


Hér má nálgast auglýsta tillögu