Mál í kynningu


11.4.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalsskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, Hverir austan Námafjalls

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 13. febrúar 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútstaðahrepps 2011-2023,  skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan varðar nýtt verslunar- og þjónustusvæði 370-V við Hveri. Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðisins skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.Tillögunum fylgja umhverfisskýrslur. Í deiliskipulagstillögunni er skilgreind ný lóð og byggingarreitur fyrir þjónustubyggingu og jafnframt eru lagðar línur varðandi fyrirkomulag bílastæða, útsýnispalla og aðkomusvæðis fyrir bíla og rútur ásamt því að ákveða legu gönguslóða, sem leiða gesti um hverasvæðið.

Tillöguuppdrættir og greinargerðir munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, Mývatni, frá og með föstudeginum 11. apríl til og með föstudeginum 23. maí 2014. Þá eru upplýsingar og aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðahrepps www.myv.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 23. maí 2014. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni, og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.

Bjarni Reykjalín
Skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps

Auglýst tillaga