Mál í kynningu


25.4.2016

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps, Möðruvellir

Athugasemdafrestur er til 3. júní 2016

  • ASK Kjósahreppur uppdráttur

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 vegna Möðruvalla. Landnotkun verður breytt á tveimur svæðum. Annars vegar mun 0,5 ha svæði sem skilgreint er sem frístundasvæði verða breytt í athafnasvæði merkt A2 á sveitarfélagsuppdrætti og hins vegar verður 0,4 ha landbúnaðarsvæði skilgreint sem athafnasvæði og merkt A3. Breytingin er í tengslum við lagningu hitaveitu í sveitarfélaginu

Tillagan verður til sýnis til 3. júní 2016 á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjósarhreppi, á kjos.is og hjá Skipulagsstofnun.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði, 276 Mosfellsbæ eða á netfangið jon@kjos.is eigi síðar en 3. júní 2016.