Mál í kynningu


25.7.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings, verslun og þjónusta á Húsavíkurhöfða

Athugasemdafrestur er til 23. ágúst 2019

Byggðaráð Norðurþings samþykkti þann 27. júní 2019 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á verslunar- og þjónustusvæði V4 á Húsavíkurhöfða. Aðalskipulagsbreytingin felst í að stækka landnotkunarreit V4 úr 5,4 ha í 6,7 ha til norðurs á kostnað opins svæðis til sérstakra nota og íbúðarsvæðis Í1.

Tillagan er til sýnis í stjórnsýsluhúsi Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík og er aðgengileg á vefnum www.nordurthing.is. Tillagan liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun auk þess hægt er að nálgast tillöguna hér.

Skila á skriflegum athugasemdum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík, eigi síðar en 23. ágúst 2019.