Mál í kynningu


13.2.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, vegna Skíðaskálans í Hveradölum

Athugasemdafrestur er til 9. mars 2017.

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022.

Viðfangsefni breytingarinnar er að stækka verslunar- og þjónustusvæðið V2 með það að markmiði að gera Skíðaskálann í Hveradölum að miðstöð útivistar og heilsuræktar.

Tillagan er til sýnis í Ráðhúsi Ölfuss, á www.olfus.is og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið. Athugasemdir þurfa að berast til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eigi síðar en 9. mars 2017.