Mál í kynningu


18.1.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps vegna svæðis ofan byggðar og stækkun þéttbýlis

Athugasemdafrestur til 19. febrúar 2018.

Í breytingartillögunni felst breyting á skilgreiningu landnotkunar í Tunguhlíð ofan íbúðarbyggðar við Strandgötu úr óbyggðu svæði í opið svæði til sérstakra nota fyrir útvist og ofanflóðavarnir. Jafnframt er gerð tillaga um stækkun hafnarsvæðisins og afmörkun þéttbýlisins til austurs. Tillaga að deiliskipulagi er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Aðalskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, hjá Skipulagsstofnun og á vef sveitarfélagsins, www.talknafjordur.is.

Skila á athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtúni 1, 460 Tálknafirði til og með 19. febrúar 2018.