Fréttir


  • Samradsvettvangur

5.7.2018

Breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Tekið hefur gildi breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum sem Alþingi samþykkti 11. júní síðastliðinn.

Með lagabreytingunni er heimild almennings til að skjóta málum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála rýmkuð. Það varðar mál þar sem framkvæmdaraðilar eða stjórnvöld (Skipulagsstofnun, sveitarfélög eða aðrir leyfisveitendur) hafa ekki sinnt tilteknum skyldum sem tilgreindar eru í lögunum og varða meðal annars kynningu mála fyrir almenningi. Það getur til dæmis átt við ef ákvarðanir eða frummatsskýrslur hafa ekki verið kynntar með fullnægjandi hætti. Lagabreytingin er gerð til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt 11. gr. tilskipunar 2011/92/ESB um mat á umhverfisáhrifum. 

Á nýliðnu þingi var einnig til umfjöllunar frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til innleiðingar á tilskipun 2014/52/ESB en það náði ekki fram að ganga.

Breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum.