Fréttir


17.5.2024

Breyting á skipulagslögum er varðar tímabundnar uppbyggingarheimildir

Alþingi samþykkti þann 30. apríl sl. breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 sem felur í sér ákvæði um tímabundnar byggingarheimildir á svæði sem er skipulagt sem íbúðarbyggð eða svæði þar sem íbúðarbyggð er heimiluð. Hafi framkvæmdir ekki hafist á slíkum svæðum innan fimm ára frá birtingu samþykkts deiliskipulags ber sveitarstjórn skylda til að meta hvort þörf er á að skipulagið verði endurskoðað í heild eða að hluta.

Ákvæðið tekur ekki til deiliskipulags og breytinga á deiliskipulagi sem hafa hlotið samþykki sveitarstjórna og verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda fyrir 1. júlí 2024.

Nálgast má lagabreytinguna á vef Alþingis.