Fréttir


  • Skilti í landslagi, Varúð vinnusvæði

31.5.2024

Dagskrá Umhverfismatsdagsins 2024

Skipulagsstofnun vekur athygli á Umhverfismatsdeginum, árlegri ráðstefnu um umhverfismat, sem verður haldinn þann 11. júní næstkomandi, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að eftirfylgni umhverfismats við framkvæmdir og starfsemi – en yfirskriftin er: „Er umhverfismat endastöð eða upphaf?“

Ráðstefnan mun standa frá kl. 9 til 12 og verður fundargestum boðið upp á morgunverð.

Á ráðstefnunni mun Jos Arts hjá Groningen-háskóla segja frá nýlegum leiðbeiningum um eftirfylgni umhverfismats. Jóna Bjarnadóttir hjá Landsvirkjun og Reynir Georgsson hjá Vegagerðinni deila af sinni reynslu við eftirfylgni framkvæmda auk þess sem Magnús Tumi Guðmundsson mun fjalla um samlegðaráhrif og vöktun vegna grunnvatnstöku fyrir landeldi.

Skipulagsstofnun hvetur fagfólk, hagsmunaaðila og annað áhugafólk um umhverfismat til að taka daginn frá. Skráning fer fram hér.

Húsið opnar kl. 8.30 og eru öll velkomin. Fundurinn verður einnig sendur út í beinu streymi sem verður aðgengilegt á skipulag.is og einnig á facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Fjarfundargestir þurfa ekki að skrá sig til þátttöku.

Fundarstjóri er Stefán Gunnar Thors.

Dagskrá:

Opnunarávarp

Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar

EA Follow-up - The end of the Beginning

Jos Arts, prófessor í umhverfis- og innviðaskipulagi í háskólanum í Groningen

Teigsskógur – Vegur af himnum ofan

G. Reynir Georgsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni

Kaffihlé

Tökum af stað á traustum grunni

Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélag og umhverfi, Landsvirkjun

Grunnvatnið og nýting þess í landeldi

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands

Umræður