23.5.2017

Efnistaka af hafsbotni, þrjár framkvæmdir í c-flokki

Mat á umhverfisáhrifum - ákvörðun um matsskyldu

Framkvæmdir ekki háðar mati
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum:
  • Efnistaka af hafsbotni í Skutulsfirði.
  • Efnistaka af hafsbotni í Álftafirði.
  • Jarðefnarannsókn á efni við Eyri í Reyðarfirði.
Allar framkvæmdirnar eru í C-flokki í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. júní nk. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má skoða hér.