Fréttir


13.1.2022

Forsamráð vegna niðurdælingar CO2 til steinrenningar á Hellisheiði

Umhverfismat- Forsamráð

Carbfix fyrirhugar aukna niðurdælingu á CO2 til steinrenningar á Hellisheiði.

Þann 16. desember 2021 var haldinn forsamráðsfundur fulltrúa Carbfix, Orkuveitu Reykjavíkur, Umhverfisstofnunar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Sveitarfélagsins Ölfuss og Skipulagsstofnunar um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Fundargerð forsamráðsfundarins er aðgengileg hér og kynning á framkvæmdinni hér

Allir geta komið að athugasemdum um framkvæmdir í forsamráði og skal framkvæmdaraðili gera grein fyrir slíkum athugasemdum í matsáætlun um framkvæmdina.